Laugar í Sælingsdal

Lagt verður af stað frá Foldaskóla kl. 8:30 á mánudag en nemendur eru beðnir um að mæta í skólann kl. 8:15 svo hægt sé að taka manntal. Heimferð er áætluð kl. 11:00 frá Laugum á föstudag og því ætti rútan að vera komin að skóla milli kl. 13:30 og 14 ef allt gengur skv. áætlun.
Ef nemendur eiga enn eftir að skila leyfisbréfi til umsjónarkennara þá þarf það að berast áður en lagt er af stað.

Þeir nemendur sem ekki fara að Laugum mæta í skólann á mánudegi kl. 9:50 þar sem þeim verður kynnt stundataflan sem verður hér þessa daga.

Prenta |