Gunnar Helgason skemmti nemendum

IMG 6341Gunnar Helgason rithöfundur og leikari með meiru heimsótti Foldaskóla og las upp úr nýrri bók sinni um Ömmu Best fyrir 3.-7. bekk.  Skemmst er frá því að segja að hann heillaði nemendur og starfsfólk upp úr skónum með lestri og tilheyrandi tilþrifum og hljóðum.  Með honum í för var ljósmyndari Morgunblaðsins sem tók nokkrar myndir svo við megum eiga von á einhverju um þetta í Mogganum næstu daga.

Hér eru nokkrar myndir en erfitt var að ná Gunna í fókus því slíkt var fjörið í honum!

Prenta |