5. bekkur heimsækir leikskóla hverfisins.

IMG 6282Undanfarin ár hefur myndast sú hefð að nemendur úr 5. bekk Foldaskóla heimsæki leikskólana í grennd við skólann og lesi þar fyrir elstu nemendur leikskólans.
Reynt hefur verið að tengja þetta degi íslenskrar tungu en að þessu sinni var farið föstudaginn 17. nóvember. Nemendum var skipt í þrjá hópa og lesnar voru bækurnar Dimmalimm og Greppu barnið.
Þessar heimsóknir þóttu takast mjög vel og voru börnin glöð og ánægð enda sum svo heppin að fá að skoða aftur þá leikskóla sem þau voru í þegar þau voru yngri.
Hér fylgja með nokkrar myndir af þessari samverustund.

Prenta |