First Lego í Háskólabíói

IMG 5240FIRST LEGO League keppnin árið 2017 verður haldin 11. nóvember í Háskólabíói. Markmiðið keppninnar er að vekja áhuga ungs fólks á vísindum og tækni, sem og að efla sjálfstraust, leiðtogahæfni og lífsleikni. Í ár keppa fyrir hönd Foldaskóla, sjö ungmenni úr unglingadeild sem hafa æft sig frá því í lok ágúst, í vélmennakapphlaupi, liðsheild og upplýsingaleit um notkun vatns, en vandamál tengd vatni sem þyrfti að leysa er yfirskrift keppninnar í ár. Í fyrra enduðum við næstum því í verðlaunasæti, en núna stefnum við á legóbikarinn í vélmennakapphlaupi. Allir eru velkomnir að koma og fylgjast með, hvort sem þeir eru í liðinu eða ei, því alltaf er gott að hafa hvatningarlið á staðnum.  Dagskráin er fjölbreytt og ýmislegt í gangi  á staðnum fyrir alla aldurshópa annað en keppnin sjálf, þó svo auðvitað að hún sé aðalatriðið, allavega fyrir okkur. Nánari upplýsingar eru á slóðinni firstlego.is

 

Prenta |