Skáld í skólum

23158197 10212643979347528 614239500 oÍ dag komu Þórdís Gísladóttir og Atli Sigþórsson/Kött Grá Pje í heimsókn í 8.-10. bekk með dagskrána Puttaferðalag með ljóðskáldi og rappara. Þau rifjuðu upp unglingsárin úr Hafnarfirði og á Akureyri, lásu úr eigin verkum ásamt því að segja frá leiðinlegum og skemmtilegum sögum og ljóðum, dagbókum frá unglingsárum, puttaferðalögum, gæludýrum og fleira. Nemendur tóku vel á móti gestunum og hlustuðu af athygli.

Prenta |