Haustkynningarfundir

Haustkynningarfundir hafa verið árlegir viðburðir við Foldaskóla í mörg ár. Fyrirkomulag fundanna hefur verið með svipuðu sniði ár hvert og markmiðið þeirra verið að miðla upplýsingum, kynnast foreldrum og að foreldrar hittist. Á síðustu árum hefur of stór hluti foreldra ekki séð sér fært að mæta og er því tilgangur fundanna ekki lengur sá sem skólinn lagði upp með.

Í ár verða haldnir kynningarfundir fyrir foreldra nemenda í 1. og 8. bekk. Umsjónarkennarar annarra árganga munu miðla upplýsingum með öðrum hætti.  Fyrirkomulag kynningarfunda verður endurskoðað fyrir næsta skólaár.

Við hvetjum foreldra til að vera í sambandi við kennara ef óskað er frekari upplýsinga um skólastarfið.

Einnig er mikilvægt að hver bekkur velji bekkjarfulltrúa fyrir skólaárið.

Prenta |