Vinahópar

IMG 1197Vinahópar er hópastarf sem stuðlar að betri samskiptum innan bekkja og eykur félags-færni nemenda. 

Að kynnast bekkjarfélögum sínum á öðrum vettvangi en bara í skóla er skemmtilegt. Umburðarlyndi eykst og sjóndeildarhringurinn víkkar. Foreldrar kynnast bekkjarsystkinum barna sinna og þekkja þau öll með nafni. 

Tilgangur vinahópa er ekki endilega að búa til ný vinasambönd, heldur ein leið til að leyfa börnum í bekk að kynnast betur, efla samstöðu og góðan bekkjaranda. Börnunum gefst kostur á að kynnast hvert öðru við aðrar aðstæður en í skólanum og að kynnast börnum sem þau annars hefðu lítið sem ekkert kynnst. 

Markmið vinahópa er að:
- minnka líkur á stríðni og einelti.
- stuðla að betri samskiptum innan bekkja og auka félagsfærni nemenda. 
- auka umburðarlyndi nemenda og víkka sjóndeildarhring þeirra. 
- líðan nemenda verði betri og jákvæðari
- foreldrar kynnast bekkjarsystkinum barna sinna og þekkja þau öll með nafni. 
- foreldrahópurinn kynnist betur og verði samstilltari. 
- samskipti foreldra verði betri. 

Vinahópar hafa oft verið notaðir þegar upp hafa komið vandamál í bekkjum. Reynslan hefur sýnt að þegar allir eru samstíga og vilji er til að standa rétt að málum, þá hefur þetta fyrirkomulag reynst mjög vel. En til að vel eigi að takast er mikilvægt að allir taki þátt og að allir séu einhuga í því sem verið er að gera. Gæta skal vel að sæta lagi og hittast reglulega og ræða hvernig gangi. Á það sérstaklega við í upphafi.


Hér eru leiðbeiningar hvernig koma á vinahópum í framkvæmd. 

 

Prenta |