Hugmyndabanki

Hér eru nokkrar hugmyndir um hvað hægt er að gera á bekkjarkvöldi:

IMG 1436Í skólastofunni

-Bingó

-Spilakvöld (Olsen Olsen fyrir þau yngstu, Félagsvist, Trivial, Monopoly, Picconery, Actonary). Einnig er hægt að hafa samband við Spilavini á Langholsvegi 126 en þeir bjóða upp á spilakvöld en þá kemur starfsfólk Spilavina á staðinn með alls konar spil sem eru sérstaklega valin og henta fyrir viðkomandi hóp.

-Leikjakvöld, farið í ýmsa hópleiki (sjá t.d. leikjavefurinn.is) 

- Fá t.d. afnot af leikfimisal skólans eða leigja sal hjá fimleikafélaginu Björk.

-Skemmtikvöld t.d. stelpur sjá um skemmtiatriði, strákar sjá um veitingar og öfugt.

-Föndurkvöld.

-Uppskerukvöld, t.d. krakkarnir sýna eitthvað sem þau hafa unnið að, t.d. leikrit, söng, þemaverkefni ( í samráði við kennara).

-Furðufataball, náttfatapartý, tískusýning (sýna t.d. föt af pabba og mömmu).

-Karióki/Singstar

-Skákkvöld

Utan skólastofunnar
- Skautaferð

- Skíðaferð

- Sundferð (þátttaka foreldra nauðsynleg)

- Keiluferð

- Gönguferð. (T.d. Heiðmörk, Úlfarsfell, Elliðárdalur)

- Vasaljósaferð

- Hjólaferð

- Fjöruferð

- Snjóþotu og sleðaferð

- Ratleikur um hverfið

- Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn (hægt að kaupa leiðsögn á virkum dögum)

- Heimsækja söfn (bókasöfn, listasöfn, Árbæjarsafnið, Þjóðminjasafnið)

- Grill eða nestisferð í hverfinu, í Heiðmörk, Elliðaárdalnum eða Viðey 

- Friðarsúluferð í Viðey (hægt er að panta leiðsögn í Viðey)

- Boltasprell, t.d setja upp þrautir (t.d. í íþróttasal skólans).

- Leikjakvöld, úti á skólalóð eða í íþróttasal

- Óvissuferð

- Bíóferð

- Leikhúsferð

- Keramik fyrir alla (http://www.keramik.is)

- Veiðiferð – t.d. Reynisvatn

- Klifurturnin í Gufunesi (Gufunes.is)

- Heimsókn til fyrirtækis (t.d. í gegnum e-ð foreldri)

..... og svo hvað eina sem ykkur dettur í hug.


Veitingar á bekkjarkvöldi:

Yfirleitt er reynt að hafa einhverjar veitingar á svona bekkjarkvöldum og eru þær mismunandi eftir tilefnum, t.d. fjallganga og smurt nesti, keila og pizza, húsdýragarður og grill, náttfatapartý og popp/snakk....

Gott er að miða við að veitingar séu einfaldar og að þær krefjist ekki mikillar fyrirhafnar af foreldrum og svo að þær séu helst í hollari kantinum. Börnin geta líka hjálpað til við að skera niður ávexti, baka brauð eða eitthvað þess háttar.

Nokkrir bekkir hafa brotið upp þessi hefðbundnu bekkjarkvöld með því að hafa morgunkaffi á annarri önninni og er það þá gert í samstarfi við umsjónakennara barnanna. Þá hafa foreldrar verið með í fyrsta tíma dagsins og komið með eitthvað til að snarla í morgunsárið. Svo hafa nemendur komið með foreldrum sínum skemmtilega á óvart með einhverju sem þeir hafa æft saman eða að hver nemandi kynni sig og sína fjölskyldu stuttlega ( t.d. með glærukynningu /powerpoint). 
Með heimsóknum foreldra í bekk gefst foreldrum tækifæri til að kynnast börnunum í þeirra starfsumhverfi og sjá hvernig þau virka félagslega, auk þess að kynnast skólafélögum barns sins. 

Aðrir hafa komið á hefð um ávaxta hlaðborð á föstudögum. Þá koma fyrirfram ákveðnir nemendur með ávexti sem þeir bjóða bekkjarfélögum uppá. 

 

Prenta |