Skip to content

Almennar upplýsingar

Félagið starfar eftir almennum félagslögum og er stjórn þess kjörin á aðalfundi félagsins en hver stjórnarmaður er kjörinn til tveggja ára.

Foreldrar og/eða forráðamenn allra nemenda í Foldaskóla eru sjálfkrafa félagar í foreldrafélagi Foldaskóla og hafa þeir einir atkvæðarétt um málefni félagsins.

Markmið félagsins að styðja skólastarfið og efla tengsl heimila og skóla, að stuðla að velferð nemenda og að vera samstarfs- og samstöðuvettvangur foreldra innbyrðis.

Stjórn félagsins

 

Ekki hefur verið gengið frá því hver muni gegna formennsku, það verður tilkynnt síðar.

 

Hægt er að ná sambandi við stjórnina í gegnum netfang félagsins foreldrafelag.foldaskola@gmail.com

Aðalfundur foreldrafélagsins 19. september 2019 Fundargerð

Aðalfundur foreldrafélagsins 18. september 2018 Dagskrá og skýrsla stjórnar.

 

Aðrar upplýsingar

Foreldrafélagið nýtur ekki fastra styrkja en aflar fjár með innheimtu félagsgjalda og ýmsum öðrum fjáröflunarleiðum. Félagið sér um jólabingó, páskabingó o.fl. í samráði við forráðamenn í 10. bekk. Forráðamenn sjá einnig um að undirbúa og skipuleggja ferð fyrir 10. bekkinga við skólalok.

Foreldrafélag Foldaskóla á fulltrúa í SAMFOK Samtökum foreldrafélaga og forráðamennáða í grunnskólum Reykjavíkur. Þá hefur stjórn foreldrafélags Foldaskóla náið samstarf við stjórnir foreldrafélaga annarra grunnskóla í Grafarvogi. Foreldrafélag Foldaskóla starfar skv. 9. gr. laga um grunnskóla. Þar segir að við hvern grunnskóla skuli starfi foreldrafélag. Foreldrafélagið setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð. Hlutverk foreldrafélagsins er m.a. eftirfarandi:

Markmið

  • að styðja við skólastarfið
  • stuðla að velferð nemenda skólans
  • efla tengsl heimilis og skóla
  • hvetja til virkrar þátttöku forráðamanna í skólastarfi
  • hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu
  • Stjórn foreldrafélagsins gerir sér verkefnaskrá fyrir hvert ár og er hún birt á heimasíðu skólans þegar hún er tilbúin. Nöfn og netföng verða færð inn eftir aðalfund foreldrafélagsins í haust.

Handbók foreldrafélaga grunnskóla

Heimili og skóli hafa gefið út handbækur fyrir fulltrúa foreldra á öllum skólastigum. Í þeim er lýst starfi foreldrafélaga og foreldra- og skólaráða. Hér getur þú nálgast sem pdf skjal. Handbók foreldrafélaga grunnskóla.