Lög foreldrafélagsins
Lög Foreldrafélags Foldaskóla
1. grein
Heiti, félagar, heimili:
1.1 Félagið heitir Foreldrafélag Foldaskóla.
1.2 Foreldrar og/eða forráðamenn allra nemenda í Foldaskóla eru sjálfkrafa félagar í Foreldrafélagi Foldaskóla og hafa þeir einir atkvæðarétt um málefni félagsins.
1.3 Félagið er aðili að Samtökum foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, SAMFOK.
1.4 Lögheimili þess og varnarþing er í Reykjavík.
2. grein
Markmið félagsins er:
2.1 Að styðja skólastarfið og efla tengsl heimila og skóla.
2.2 Að stuðla að velferð nemenda.
2.3 Að vera samstarfs- og samstöðuvettvangur foreldra innbyrðis.
2.4 Að styðja við aðlögun nemenda og foreldra/forráðamanna í sameinaðri unglingadeild.
3. grein
Stjórn félagsins:
3.1 Stjórn félagsins skal skipuð 10 félagsmönnum, 5 af yngra stigi og 5 af unglingastigi.
3.2 Félagið starfar eftir almennum félagslögum og er stjórn þess kjörin á aðalfundi félagsins en hver stjórnarmaður er kjörinn til tveggja ára. Formaður skal kjörinn sérstaklega.
3.3 Stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund og gerir drög að starfsáætlun vetrarins. Stjórnin tilnefnir einn fulltrúa, úr sínum röðum, í SAMFOK.
4. grein
Aðalfundur:
4.1 Aðalfund skal halda fyrir septemberlok ár hvert. Stjórnin boðar til fundarins með minnst viku fyrirvara. Fundurinn telst löglegur ef löglega er til hans boðað. Lagabreytingar verða aðeins gerðar á aðalfundi og ræður einfaldur meirihluti atkvæða. Lagabreytingar skal kynna í aðalfundarboði.
4.2 Verkefni aðalfundar eru:
• Að velja fundarstjóra og fundarritara
• Skýrsla stjórnar
• Skýrsla fulltrúa foreldra í skólaráði
• Lagabreytingar
• Kosningar í stjórn foreldrafélags
• Kosning formanns
• Kosning tveggja fulltrúa foreldra í skólaráð
• Önnur mál
5. grein
Bekkjarnefndir.:
5.1 Að hausti eru valdir 3 fulltrúar úr hverri bekkjardeild. Þessir fulltrúar mynda bekkjarnefnd sem er í forsvari fyrir foreldrasamstarf í viðkomandi bekk.
6. grein
Um félagsfundi:
6.1. Formaður boðar til félagsfundar þegar stjórn félagsins telur þörf á eða þegar minnst 50 félagsmenn óska þess skriflega.