Foreldrar

thema100Gott samstarf heimila og skóla er ein meginforsendan fyrir góðu skólastarfi. Foreldradagar

(viðtöl) eru haldnir tvisvar á vetri. Foreldrar/forráðamenn geta nálgast upplýsingar um stöðu
nemenda í gegnum Mentor og með samskiptum við umsjónarkennara. Einnig eru þeir
velkomnir í heimsókn í skólann.
Við skólann starfa foreldrafélag og skólaráð sem fundar reglulega með yfirstjórn skólans.
Hlutverk ráðsins er að fjalla um og gefa umsögn til skólans og skólayfirvalda um
skólanámskrá og framkvæmd hennar.

Prenta |