Skip to content

Fréttir

10 des'19

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

Vegna appelsínugulrar viðvörunar eru foreldrar/forráðamenn beðnir um að sækja grunnskólabörn sín strax eftir að skóladegi líkur í dag þriðjudaginn 10. desember. Öll frístundastarfsemi og allt félagsmiðstöðvarstarf hefur verið fellt niður. Spáð er miklu hvassviðri frá 15:00 og fram á nótt. https://reykjavik.is/frettir/allir-heim-fyrir-kl-1500 Schools and leisure activities in Reykjavík will be disrupted because of an orange storm…

Nánar
03 des'19

Jólatré breytt í bækur!

Eins og Reykvíkingar vita þá var það áralöng hefð að Oslóbúar gáfu Reykvíkingum jólatré til að hafa á Austurvelli fyrir jólin.  Þar sem Reykvíkingar eiga nú sinn eigin skóg þar sem vaxa stór og falleg barrtré þá ákváðu Norðmennirnir að gefa reykvískum börnum frekar bækur á íslensku en eftir norska höfunda.  Skólasafninu barst þessi gjöf…

Nánar
29 nóv'19

Skreytingadagur Foldaskóla 2019

Í  dag þjófstörtuðum við aðventunni með skreytingadegi. Nemendur og starfsfólk mættu í jólaskapi og föndruðu fjölbreytt verkefni til að lífga upp á skólann í skammdeginu. Allir skemmtu sér vel og voru sammála um að gaman væri að brjóta upp skóladaginn með þessum hætti. Segja má að sköpunarkraftur, metnaður og gleði hafi einkennt daginn. Meðfylgjandi eru…

Nánar
27 nóv'19

Jólaskákmóti TR og Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur.

Skáksveit Foldaskóla stóð sig með prýði á jólaskákmóti Taflfélags Reykjavíkur og Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Þeir sem tefldu fyrir hönd skólans voru þeir Klemenz, Ívar Orri, Aron Breki, Hersir Otri, Guðlaugur og Sveinbjörn. Liðið var samsett af 6 liðsmönnum en 4 tefldu í einu. Liðsmenn skiptust bróðurlega á að tefla viðureignirnar og lögðu sig allir…

Nánar
22 nóv'19

Eldvarnarvika

Nú stendur yfir eldvarnarvika og af því tilefni komu slökkviliðsmenn í heimsókn í 3. bekk.  Nemendur sáu myndband og fengu fræðslu um mikilvægi eldvarna og einnig fengu þau tækifæri til að spyrja slökkviliðsmenn spurninga.  Þau stóðu sig mjög vel og sýndu mikinn áhuga.  Nemendur fóru heim með handbók um eldvarnir og eldvarnagetraun sem foreldrar eru…

Nánar
20 nóv'19

Unnið fyrir umhverfið

Nemendur í 3. EHV eru að leggja sig fram um að fá 😊fyrir þátttöku í umhverfisstarfi skólans.  Þau voru nú síðast að fjalla um spilliefni og af hverju rafhlöður mættu ekki fara með almennu rusli og fóru síðan með rafhlöðurnar í söfnunarbauk í skólanum. Göngum vel um jörðina okkar!

Nánar
18 nóv'19

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Á degi íslenskrar tungu 16. nóvember voru íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík 2019 afhent við hátíðlega athöfn í Hörpunni.  Að þessu sinni hlutu þau Eyþór Valur Friðlaugsson 4. GL, Ragnheiður Ósk Kjartansdóttir 5. KG og Helga Valborg Guðmundsdóttir 10.  BDH viðurkenningar fyrir frábæran árangur í íslensku.  Við óskum þeim hjartanlega til hamingju.

Nánar
15 nóv'19

Stóra upplestrarkeppnin

Í dag var Stóra upplestrarkeppnin formlega sett í Foldaskóla. Í stuttu máli snýst keppnin um að leggja áherslu á vandaðan upplestur og framburð. Keppninni lýkur síðan með hátíð hjá 7. bekk í mars en þá eru valdir þrír upplesarar til að taka þátt í lokakeppninni. Hefð er fyrir því að hefja keppnina formlega á degi…

Nánar
15 nóv'19

Gegn einelti!

Á degi gegn einelti þann 8. nóvember sl. voru ýmis verkefni unnin af nemendum til að efla vitund þeirra gegn einelti. Eineltishringurinn var rifjaður upp, fræðsla var í bekkjum og horft var á myndbönd tengd viðfangsefninu og í kjölfar sýninga stofnað til umræðna. Nemendur í 4. bekk fóru síðan með ljóðið ,,Ekki stunda einelti“ eftir…

Nánar