Skip to content
10 jún'22

Vorhátíð Foldaskóla 7. júní

Vorhátíð var í Foldaskóla 7. júní hjá öllum stigum þar sem áherslan var á félagslega þáttinn.  Á dagskránni var gönguferð upp á Úlfarsfell hjá yngsta stigi, íþróttahátíð  hjá miðstigi og stöðvavinna á unglingastigi. Deginum lauk með pylsuveislu og bauð foreldrafélagið upp á ís og skemmtiatriði frá Sirkus Íslands. Hér má sjá  myndir frá deginum.

Nánar
09 jún'22

Útskrift 10. bekkjar 2022

Þriðjudaginn 7. júní voru 70 nemendur 10. bekkjar útskrifaðir við hátíðlega athöfn í Grafarvogskirkju. Skólastjóri ávarpaði útskriftarnemendur og gesti og hið sama gerðu tveir útskriftarnemenda með glæsibrag. Þá fluttu nokkrir útskriftarnemendur tónlistaratriði ásamt því að viðurkenningar voru veittar fyrir góða ástundun og námsárangur, framfarir í námi og félagsstörf áður en vitnisburður var afhentur. Það var…

Nánar
08 jún'22

Íþróttahátíð miðstigs

Í dag, 7. júní var íþróttahátíð 4.-7. bekkjar haldin og kepptu nemendur í fjölbreyttum íþróttagreinum, s.s. upphífingum, brennibolta, kaðlaklifri, fótbolta, sundi og fleiru. Líf og fjör einkenndi hátíðina og hreppti 7. KG 1. sætið. 5. AGG varð í öðru sæti og 6. RB í 3.sæti. Myndir

Nánar
08 jún'22

Úlfarsfell yngsta stig

Í dag, þriðjudaginn 7. júní,  gekk 1.-3. bekkur Foldaskóla á Úlfarsfell en það er liður í heilsueflandi starfi skólans.  Nemendurnir voru sjálfum sér og skólanum til sóma.  Gangan gekk vel og nemendur báru virðingu fyrir landinu sínu og flest allir náðu  á toppinn og niður aftur.  Þeir sem komust upp  fengu viðurkenningu á toppnum fyrir…

Nánar
03 jún'22

Bókaskil

Það gengur mjög vel að innheimta bækur á bókasafnið en þó standa sumir bekkir sig betur að skila en aðrir.  Vil ég biðja alla foreldra og nemendur að skoða vel heima hjá sér hvort þeir eiga mögulega eftir að skila einhverjum bókum áður en farið er í sumarfrí. Svo vil ég minna alla á Sumarlestur…

Nánar
03 jún'22

Efnafræðitilraun

Við í 6.KÞI fórum í sma tilraunaferð þar sem við gerðum mentos tilraunina og bjuggum til hraunlampa úr algengum eldhúshráefnum. Sjá myndir frá þessum verknaði

Nánar
02 jún'22

Vorferðir

Um þessar mundir eru nemendur að fara í vorferðir Hér má sjá myndir frá þessum ferðum

Nánar
01 jún'22

GREASE

Þriðjudaginn 31. maí var leiklistarhópur með uppgjör á vetrarstarfinu og sýndi leikritið Grease í skólanum undir leikstjórn Rúnar Kormáksdóttur kennara. Krakkarnir unnu sigur þetta kvöld með leik og söng og stóðu sig frábærlega. Fjölskyldum leikaranna var boðið á sýninguna og það voru stoltir foreldrar og nemendur sem yfirgáfu skólann að henni lokinni. Takk fyrir frábæra…

Nánar