Skip to content

Bekkjarfulltrúar

Bekkjarfulltrúar í Foldaskóla

Hlutverk bekkjarfulltrúa er að stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan hvers bekkjar. Á hverju hausti eru valdir 3 bekkjarfulltrúar fyrir hvern bekk eða þeir eru tilnefndir í samráði við fyrri bekkjarfulltrúa.

Foreldrafélagið mælir með því að bekkjarfulltrúar boði foreldra á foreldrakvöld í upphafi skólaárs þar sem þeir fara t.d. yfir foreldraröltið, ræða um afmæli og afmælisgjafir, útivistartíma og margt fleira. Slíkir fundir mynda oft góðan grunn að fyrirmyndar foreldrasamstarfi, og þéttir foreldrahópinn.

Lagt er til að haldin séu að lágmarki tvö bekkjarkvöld á vetri. Bekkjarkvöld eru oftast haldin seinni part dags í skólanum þar sem nemendur og foreldrar eiga góða stund saman. Það er margt hægt að gera t.d. spila, fara í leiki, halda íþróttahátíð og oft hafa krakkarnir æft einhver skemmtiatriði eða sýningu jafnvel undir leiðsögn kennara.

Bekkjarfulltrúarnir bera ábyrgð á vali eftirmanns síns. Tilvalið er fyrir bekkjarfulltrúa að nota seinna bekkjarkvöldið til að láta foreldra vita að það sé komin tími til að einhver annar taki við bekkjarfulltrúastarfinu. Bekkjarfulltrúinn getur líka sent póst til allra foreldranna í bekknum eða pikkað einhvern úr hópnum og haft samband við hann persónulega. Ekki er talið æskilegt að allir 3 bekkjarfulltrúarnir hætti á sama tíma – nauðsynlegt að einhver þeirra haldi áfram til að miðla af reynslu sinni.

Hér að neðan er hægt að skoða þær upplýsingar sem er að finna í upplýsingamöppu bekkjarfulltrúa en það er mappa sem hver bekkur á (og fylgir bekknum til loka 10. bekkjar) og bekkjarfulltrúarnir í bekknum deilda með sér:

Hlutverk bekkjarfulltrúa 

Bekkjarfulltrúar 2022-2023

Bekkjafulltrúar 2021-2022