Skip to content
19 maí'23

Myndir frá vorhátíð

Hér má sjá myndir frá verkefnum nemenda sem voru til sýnis á vel heppnaðri vorhátíð 11. maí síðastliðinn. Virkilega gaman að sjá fjölbreytnina og sköpunargleðina í verkunum

Nánar
17 maí'23

Vorsýning leiklistarvals

Þriðjudaginn 16. maí var leiklistarhópurinn á unglingastigi með uppgjör á vetrarstarfinu með sýningu á Grease hér í skólanum. Krakkarnir unnu marga leiksigra undir leikstjórn Rúnar Kormáksdóttur, sungu, dönsuðu og léku hlutverkin af sannfæringu. Fjölskyldum leikaranna var boðið á sýninguna og bæði krakkarnir og foreldrarnir voru stolt að leik loknum.Við óskum leiklistarnemunum og leiklistarkennara til hamingju…

Nánar
28 apr'23

Foreldraskemmtun Foldavers

Mikið fjör var í morgun í Foldaveri sem er sérdeild fyrir einstaklinga með einhverfu þegar hin árlega foreldraskemmtun var haldin. Mikið var um gesti, foreldrar, kennarar og aðrir starfsmenn sem skemmtu sér afar vel enda frábær verkefni kynnt. Má þar nefna myndlist, fiskar og haf, söngur, kynning á löndum ásamt og vinir Bangsamóns kynntir til…

Nánar
27 apr'23

Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk

Í dag tóku nemendur í 4. bekk þátt í Litlu upplestrarkeppninni á sal skólans og buðu fjölskyldum sínum og nemendum í 3. bekk að vera viðstödd. Litla upplestrarkeppnin byggir á sömu hugmyndafræði og Stóra upplestrarkeppnin þar sem ávallt er haft að leiðarljósi að keppa að betri árangri í lestri, munnlegri tjáningu og framkomu. Verkefnið felur…

Nánar
19 apr'23

Færanleg sköpunar- og tæknismiðja í Foldaskóla

Næsta skólaár mun Foldaskóli taka þátt í þróunarverkefninu Mixinu – þróunarverkefni um færanlegar sköpunarsmiðjur, fjölbreytta vinnu og skapandi skil. Í verkefninu felst að skólinn fær lánuð tæki til notkunar í kennslu auk þess sem hluti starfsfólks mun sækja námskeið í notkun þeirra svo hægt sé að nýta þau á sem fjölbreyttastan hátt. Þessi tæki sem…

Nánar
19 apr'23

Góður árangur nemenda í stærðfræðikeppnum

Nemendur á unglingastigi tóku þátt í þremur stærðfræðikeppnum á undanförnum vikum og stóðu sig með prýði. Eftirtaldir nemendur Foldaskóla komust í topp 10 í stærðfræðikeppni Borgarholtsskóla: Hekla Sóley Sigurðardóttir 10. BDH 4. sæti Helena Guðjohnsen Elísdóttir 8. KJ 4. sæti Í úrslitum Pangeakeppninnar var Gunnar Smári Ólafsson 9. ÓPÚ í 4. sæti. Eftirtaldir nemendur komust…

Nánar