Skip to content
18 feb'21

Vetrarfrí 22. og 23. febrúar

Mánudaginn 22. og þriðjudaginn 23. febrúar verður vetrarfrí í grunnskólum Reykjavíkur.  Nemendur mæti aftur í skóla- og frístundastarf miðvikudaginn 24. febrúar.  Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir börn og fjölskyldur í frístundamiðstöðvum og menningarstofnunum borgarinnar í vetrarfríinu og víða endurgjaldslaus fræðsla og skemmtun. Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir börn og fjölskyldur í frístundamiðstöðvum og…

Nánar
17 feb'21

2. bekkur í Gufunesbæ

2. bekkur heimsótti lundinn í Gufunesbæ í síðustu viku. Útikennsla var í lundinum og vel var tekið á móti nemendum með fræðslu um loftslagsbreytingar og áhrif á dýraríkið á norðurslóðum. Einnig um mikilvægi jöklanna og vatnsins. Nemendum var skipt upp í litla hópa og var rík áhersla lögð á samvinnu. Skemmtileg ferð í frábæru vetrarveðri.

Nánar
17 feb'21

Lestrarvinir

Verkefnið Lestrarvinir fór af stað hjá okkur á síðasta skólaári en á því varð hlé vegna aðstæðna í samfélaginu. Verkefnið felur í sér að nemendur á unglingastigi aðstoða nemendur á yngsta stigi við lesturinn með fjölbreyttum aðferðum. Auk þess að unglingarnir séu til aðstoðar við lesturinn þá myndast tengsl á milli yngri og eldri nemenda…

Nánar