Skip to content

Áætlanir

Heildaráætlun um stuðning 2019-2020 Expand Áfallaáætlun Expand Einelti Expand

Eineltisáætlun

Einelti og annað ofbeldi er ekki liðið í Foldaskóla. Markmið skólans er að öllum líði vel og finni til öryggis. Áhersla er lögð á jákvæð samskipti, virðingu og samábyrgð.

Skilgreining á einelti
Einelti er endurtekið líkamlegt og/eða andlegt ofbeldi, útilokun, útskúfun og áreiti sem skapar vanlíðan – þegar einn eða fleiri níðast á eða ráðast aftur og aftur á einstakling.
Varast ber að skilgreina alla misklíð eða stríðni sem einelti en vera samt vakandi fyrir því að það þróist ekki yfir í einelti. Stríðni og einelti er helst hægt að mæla út frá þeim afleiðingum sem það hefur fyrir þolanda en ekki út frá því sem aðrir sjá.
Andlegt ofbeldi getur meitt jafn mikið og líkamlegt þótt það sé ekki sjáanlegt.
Beint einelti er sýnilegt þ.e. ekki fer milli mála hvað gerist, t.d. orð og athafnir sem sjást og heyrast s.s. árásir, hótanir, særandi orð og aðdróttanir.
Óbeint einelti er dulið þ.e. ekki sýnilegt nema við eftirgrennslan t.d. skilja útundan,
hunsa, augngotur og látbragð.
Einnig er hægt að tala um líkamlegt, munnlegt og félagslegt einelti eftir birtingarformi
þess. Tíðni slíks eineltis fer nokkuð eftir aldri og kyni gerenda og þolenda.

 

Viðbrögð og vinnuferli starfsfólks við samskiptavanda og einelti
Ætíð skal brugðist strax við einelti eða grun um einelti.  Allir starfsmenn skólans skulu hafa afskipti af meintu eða augljósu einelti enda er slíkt ekki liðið í Foldaskóla.

 

1. Tilkynning
Vakni grunur um einelti skal tilkynna það tafarlaust til umsjónarkennara þess sem eineltið beinist að og skrá upplýsingarnar. Eyðublað 1 2. Upplýsingaöflun
Þegar tilkynning hefur borist umsjónarkennara aflar hann sér nánari upplýsinga um málið hjá kennurum, bekkjarfélögum og öðru starfsfólki skólans. Umsjónarkennari ræðir við þolanda og meintan geranda til að afla frekari upplýsingar og upplýsir jafnframt foreldra beggja aðila um gang mála. Umsjónarkennari skráir þessar upplýsingar. Eyðublað 2 og Eyðublað 3

 • Liggi ljóst fyrir að um einelti sé að ræða fer ákveðið vinnuferli af stað sem miðar að því að umsjónarkennari og deildarstjóri viðkomandi stigs/námsráðgjafi vinni saman að lausn málsins. Eyðublað 4 og Eyðublað 5.
 • Markmiðið er að finna leiðir í samráði við gerendur og þolendur til að öllum líði vel.
 • Umsjónarkennari skráir málið í Mentor, sýnilegt skólastjórnendum og umsjónarkennara.
 • Umsjónarkennari málsaðila hefur samband við foreldra/forráðamenn og óskar eftir samvinnu og stuðningi þeirra.
 • Umsjónarkennari gerir öðrum kennurum og viðkomandi starfsmönnum grein fyrir málavöxtum í þeim tilgangi að tryggja öryggi og vellíðan þolanda.
 • Umsjónarkennari og deildarstjóri/námsráðgjafi ræða við þolanda og gerendur.
 • Þolandi er fullvissaður um að hann hafi stuðning starfsmanna skólans. Hann fær tækifæri til að lýsa framkomu, orðum/athöfnum gerenda og hvaða áhrif umrædd hegðun hafi haft á líðan hans. Hann mæti einatt skilningi á því að upplifun hans eigi fullan rétt á sér og fær leiðbeiningar um hvað hann geti gert svo sárin, sem hann hefur hlotið, grói sem fyrst. Hann ákveður, á eigin forsendum, hvenær hann er tilbúinn til að mæta gerendum.
 • Geranda eru strax gefin skýr skilaboð um að einelti sé ekki liðið. Leitast er við að opna augu hans fyrir óásættanlegri framkomu í orðum og verki gagnvart þolanda, hvaða áhrif hún hafi haft á líðan hans og hvernig hann geti breytt til hins betra.
 • Fundað er með þolanda og forráðamönnum og einnig er fundað með geranda og forráðamönnum. Þegar óskað er eftir að foreldar komi á fund til að ræða hugsanlegt einelti ætti alltaf að upplýsa þá um hverjir verði á fundinum.
 • Foreldrar eru hvattir til að hafa einhvern með sér til halds og trausts.
 • Umsjónarkennari þolanda vinnur eineltismál sem tengjast út fyrir bekkinn með viðkomandi umsjónarkennara og deildarstjóra/námsráðgjafa.
 • Fundargerð er skráð og undirrituð af öllum fundarmönnum, fundargerð á að skila til eineltisteymis samdægurs og afrit sent fundarmönnum.

4. Eftirfylgni
Umsjónarkennari fylgir málinu eftir í samvinnu við deildarstjóra/námsráðgjafa með samtölum við þolanda og geranda/gerendur.  Foreldrar eru upplýstir um stöðu máls innan tveggja vikna og eru síðan í reglulegu sambandi. Eyðublað 6 5. Ef eineltið hættir ekki
Umsjónarkennari hefur samband við foreldra geranda og þolanda og lætur vita að eineltið hafi ekki hætt og því sé málinu vísað áfram til nemendaverndarráðs og eineltisteymis. Eyðublað 7
Málið er komið í hendur stjórnenda sem taka ákvörðun um framhaldið.

 

Forvarnir gegn einelti
Í Foldaskóla er lögð áhersla á að halda uppi öflugu forvarnastarfi sem beinist að því að stuðla að góðum félagsanda í bekkjum og byggja upp traust og samvinnu milli heimila og
skóla. Nauðsynlegt er að allir sem tengjast skólanum vinni saman, þ.e. starfsmenn, nemendur og forráðamenn þeirra.
Í skólanum er haldið uppi forvarnastarfi sem miðar að því að draga úr eða koma í veg fyrir einelti. Má þar nefna:

 • Uppbyggingarstefnuna sem miðar að því að kenna nemendum sjálfstjórn og sjálfsaga.
 • Eineltisáætlun er fyrir hendi og endurskoðuð reglulega.
 • Skýrar skólareglur.
 • Allir þurfa að vera meðvitaðir um afleiðingar eineltis og samtaka í því að koma í veg fyrir það.
 • Móttaka nýrra nemenda.
 • Skólapúlsinn er vefkönnunarkerfi þar sem nemendur eru spurðir um líðan, skólabrag
 • og viðhorf.  Könnunin er lögð fyrir reglulega í skólanum í ákveðnum árgöngum.
 • Lífsleiknitímar eru góður vettvangur til að ræða ólík viðhorf og líðan nemenda
 • og tengsl þeirra á milli.
 • Fleira má nefna eins og samtöl við nemendur/nemendaráðgjöf, sjálfstyrkingarnámskeið, ferðir/ferðalög, vinabekki og þemadaga.
 • Samvinna heimila og skóla.
 • Samstarf milli foreldra bekkjar/árgangs miðar að því að efla og styrkja samskipti og hópkennd barnanna.

 

Kynferðisofbeldi – viðbrögð og varnir Expand Jafnréttisáætlun Expand Óveður viðbrögð Expand

Viðbrögð við óveðri eru samkvæmt verklagsreglum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem teknar eru saman og stýrt er af Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Sjá áætlun þar um hér fyrir neðan.

 

Rýmingaráætlun – viðbrögð við vá Expand

Rýmingaráætlun -viðbrögð við vá

Neyðarlína: 112
Lögregla í Grafarvogi : 444 1180
Slökkvilið: 528 3000

Rýmingaráætlun – Glærur

Rýmingaráætlun

MARKMIРrýmingaræfingar er að þjálfa nemendur og starfsfólk skólans í að bregðast rétt við vá af völdum bruna, jarðskjálfta og annarra atburða sem krefjast þess að skólahúsið sé rýmt með skipulögðum hætti á stuttum tíma.Umsjónarkennarar kynni sínum nemendum glærusýningu (pp. sýningu) á sameign (á netþjóni) undir nafninu Rýmingaráætlun. Einnig er kynningin á heimasíðu skólans.

Helstu þætti rýmingaráætlunar:
• Bruni eða önnur vá:
• Innandyra – kennslustund
• Frímínútur og eyður í stundaskrá
• Jarðskjálfti:
• Innandyra – kennslustund
• Frímínútur og eyður í stundaskrá

Áríðandi:  Stjórnstöð gefur riturum/stjórnendum boð um hvar brunaboði fer af stað. Upptök eru könnuð eins hratt og mögulegt er. Bjalla er stöðvuð á meðan – ef um hættu er að ræða er bjallan gangsett að nýju. Þá ber að rýma skólahúsið.

SKÝRT: Á raunverulegri hættustund fara nemendur aðeins í útiskó ef kennari telur tíma til þess en halda á eða sleppa yfirhöfnum.

Inflúensufaraldur – heimsfaraldur Expand

Viðbrögð við inflúensu

Viðbragðsáætlun heimsfaraldi inflúensu segir fyrir um skipulag og stjórn aðgerða í Foldaskóla samkvæmt áætlun almannavarna um viðbrögð við heimsútbreiðslu inflúensu. Markmið viðbragðsáætlana skóla eru að tryggja skipulögð og samræmd viðbrögð allra skólastofnana sem og starfsmanna þeirra þegar til inflúensufaraldurs kemur.
Við gerð áætlunarinnar er meðal annars stuðst við lög um almannavarnir nr. 82/2008 og lög um sóttvarnir nr. 19/1997. Áætlunin er í samræmi við Landsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu. Foldaskóli fjöldarhjálparstöð RKÍ Expand Neyðarnefnd Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands er yfirnefnd fimm neyðarnefnda sem hver um sig sér um undirbúning og rekstur fjöldahjálparstöðva í sínum skóla.  Foldaskóli er einn af þessum fimm skólum í borginni.
Æfingar eru til skiptis í skólunum fimm undir yfirstjórn neyðarnefndar Rauða krossins.  Í aðgerðastjórn fyrir Foldaskóla sitja m.a. skólastjóri og aðstoðarskólastjóri.
Sérstakur kassi er á skrifstofu skólans með búnaði sem tileyrir neyðarnefnd fyrir skólann. 4 ára áætlun Expand Móttökuáætlun Expand Læsi Expand Símenntunaráætlun Expand