Skip to content

Vorsýning leiklistarvals

Þriðjudaginn 16. maí var leiklistarhópurinn á unglingastigi með uppgjör á vetrarstarfinu með sýningu á Grease hér í skólanum. Krakkarnir unnu marga leiksigra undir leikstjórn Rúnar Kormáksdóttur, sungu, dönsuðu og léku hlutverkin af sannfæringu.

Fjölskyldum leikaranna var boðið á sýninguna og bæði krakkarnir og foreldrarnir voru stolt að leik loknum.Við óskum leiklistarnemunum og leiklistarkennara til hamingju með afrekið og frábæra skemmtun!