Skip to content

Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk

Í dag tóku nemendur í 4. bekk þátt í Litlu upplestrarkeppninni á sal skólans og buðu fjölskyldum sínum og nemendum í 3. bekk að vera viðstödd.

Litla upplestrarkeppnin byggir á sömu hugmyndafræði og Stóra upplestrarkeppnin þar sem ávallt er haft að leiðarljósi að keppa að betri árangri í lestri, munnlegri tjáningu og framkomu. Verkefnið felur í sér að verða betri í lestri og framkomu og keppir hver á sýnum forsendum með það að markmiði að ná betri árangri í dag en í gær.

Lögð var áhersla á virðingu og vandvirkni, allir nemendur voru með í liðinu, allir komu fram á lokahátíð og allir fengu viðurkenningarskjal í lokin.

Auk upplesturs fengu gestir að heyra nokkur tónlistaratriði frá krökkunum. Það má með sanni segja að krakkarnir hafi staðið sig frábærlega og eiga þeir hrós skilið.