9. bekkingar á ungmennaþingi

Samtal um unglingamenningu fór fram í Hörpu í dag þar sem um 520 nemendur úr 9. bekkjum sem tilheyra austurhverfi mættu á unglingaþing. Markmiðið var að hefja samtal við unglingana og gefa þeim færi á að ræða ýmis mál sem snúa að unglingamenningu og samskiptum í samfélaginu. Nemendum var dreift á borð þar sem hlustað var á erindi og umræður fóru fram. Niðurstöður þingsins verða svo teknar saman og unnið með þær svo raddir unglinganna okkar fái að heyrast og hafa áhrif. Næstum 90 nemendur frá Foldaskóla voru á staðnum og stóðu sig með prýði. Nánar má lesa um þingið á heimasíðu Reykjavíkurborgar https://reykjavik.is/frettir/fjolmennt-samtal-um-unglingamenningu en fjölmiðlar voru einnig á staðnum