Skip to content

Árshátíð unglingastigs

Árshátíð unglingastigs var haldin hátíðleg í lok þemadaga 16. mars síðastliðinn. Hátíðin hófst með borðhaldi, svo voru sýnd myndbönd frá nemendum og starfsfólki. Eiríkur Ísak úr 9. bekk sá  svo um tónlistina og stóð sig frábærlega í að skapa góða stemningu í hópnum á balli eftir að formlegri dagskrá lauk. Gestur kvöldsins var Aron Can sem sló í gegn hjá nemendum. Árshátíðinni var svo lokað á hefðbundinn hátt en sú skemmtilega hefð hefur skapast í nemendahópnum að mynda hring á dansgólfinu í lok árshátíðar og syngja saman með laginu Draumur um Nínu. Í heildina virkilega vel heppnað kvöld þar sem hegðun nemenda var til fyrirmyndar og ekki annað að sjá en öll skemmtu sér vel. Nokkrar myndir frá kvöldinu má sjá hér