Íþróttahátíð unglingstigs 2023

Íþróttahátíð unglingastigs var haldin hátíðleg í íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum í dag. Að vanda var mikið fjör í húsinu þar sem allir 12 bekkir unglingastigsins spreyttu sig í fjölbreyttum keppnisgreinum eins og brennó, húla, skák, förðun, stinger svo eitthvað sé nefnt. Það var 10. BJ sem stóð uppi sem sigurvegari í þetta sinn, í öðru sæti var 10. BDH og í því þriðja 8. KJ. Það voru svo Erla Karitas Gunnlaugsdóttir og Alexander Fannar Hallsson sem svo valin íþróttakona og íþróttamaður Foldaskóla 2023. Í heildina vel heppnaður dagur með skemmtilegu uppbroti. Við höldum svo fjörinu áfram á morgun með þemadögum. Nokkrar myndir frá íþróttahátíðinni má sjá hér