Skip to content

Skíðanámskeið 2. bekkur

Í janúar var 2. bekk boðið að koma í skíðakennslu í boði Miðstöðvar útivistar og útikennslu. Farið var út í skíðabrekkuna í Grafarvogi, þar sem starfsmenn tóku á móti og afhentu skíði og viðeigandi búnað. Síðan var hópnum skipt upp og farið í alls konar kennslu. Endað var í lyftunni og nemendur skíðuðu niður. Ferðin gekk einstaklega vel, nemendur fróðleiksfúsir og viljugir til að læra og kennslan gekk mjög vel, öll orðin miklir skíðagarpar þegar kennslunni lauk.

Myndir