Skip to content

Jólaball unglingastigs

Í gær fengu unglingarnir loksins hefðbundið jólaball að kvöldi eftir 2 ára pásu vegna takmarkana. Ballið hófst á hefðbundnum dansi kringum jólatréð, svo sýndi Skrekkshópurinn jólamyndbandið sitt og loks var dansað við fjölbreytta tónlist sem fyrrum nemendur skólans sáu um að stýra. Ekki var annað að sjá en krakkarnir skemmtu sér vel og öll fóru glöð og kát út í jólafríið að skemmtun lokinni.