Skip to content

4. bekkur sýnir Dýrin í Hálsaskógi

Í vikunni vann 4. bekkur heldur betur leiksigur hér í skólanum með sýningunni Dýrin í Hálsaskógi. Æfingar hafa staðið frá því í haust og mikill metnaður lagður í að gera þetta sem best. Nemendur komu textanum vel frá sér í tali og söng og tóku allir virkan þátt. Þá var öll umgjörðin, búningar og leikmynd, sérstaklega vönduð. Tvær sýningar voru, frumsýning fyrir nemendur á yngsta stigi á miðvikudagsmorgun og svo var fjölskyldum leikaranna boðið á leiksýningu í gær hérna í skólanum. Leikstjórn var í höndum Rúnar Kormáksdóttur leiklistarkennara og umsjónarkennaranna Brynju Eiríksdóttur og Evu Rósar Vilhjálmsdóttur sem eiga hrós skilið fyrir frábært starf með krökkunum.

Myndir