Skip to content

Eftirréttakeppni grunnskóla 2022

Kokkalandsliðið og Iðan fræðslusetur hélt eftirréttakeppni fyrir grunnskóla 16 nóvember, þetta er í fyrsta skipti sem svona keppni er haldin í grunnskólum. Átta skólar tóku þátt og var valinn einn sigurvegari ekki var valið í annað og þriðja sæti. Foldaskóli tók þátt og má með sanni segja að nemendurnir sem voru í þessari keppni fyrir okkar hönd stóðu sig með sannri prýði, þau voru áhugasöm, vinnusöm, útsjónarsöm, glaðlynd og tóku verkefninu af alvöru og vandvirkni og var samvinnan uppá tíu. Við unnum ekki að þessu sinni en erum reynslunni ríkari og göngum sátt frá borði enda vel unnið verkefni á allan hátt.

Hér er smá tilvitnun frá einum skipuleggjanda keppninnar:

„Sæl öll.

Til hamingju með nemendur ykkar í gær – sigurvegarar öll sem eitt!

Okkur sem stóðum að undirbúningi keppninnar, langar til að þakka kærlega fyrir samstarfið. Það var greinilegt að krakkarnir komu afar vel stemmd til leiks þar sem áhugi, metnaður og jákvæðni skein af hverju andliti. Þið megið bæði vera stolt af þeim og ekki síður ykkar eigin framlagi. „ Arnar Þorsteinsson náms-starfsráðgjafi.

 

 

 

Að endingu langar mig að þakka liðinu sérstaklega fyrir frábæra samvinnu, samveru og gleði í æfingatímum sem og keppninni sjálfri og foreldrar þakka ykkur fyrir leyfi á myndatökum.

 

Erla Hrönn Heimilisfræðikennari

myndir