Vetrarleyfi 21.-25. október

Vetrarleyfi verður í Foldaskóla, eins og öðrum grunnskólum Reykjavíkur, dagana 21.-25. október. Ýmsir viðburðir verða í boði í borginni fyrir alla fjölskylduna um og eftir helgi. Fjölskyldur eru hvattar til samveru í haustfríi og foreldrum/forráðamönnum er boðin ókeypis frístund og menningu séu þau í fylgd barna. Skapandi smiðjur og samvera verður í öllum Borgarbókasöfnum. Það verður skipulögð dagskrá og frítt inn á sýningar safna borgarinnar og fjölbreytt frístundastarf í hverfum. Nánar má lesa um dagskrá hér