Skip to content

Söngur á sal

Hefð er fyrir því í Foldaskóla að nemendur á yngsta stigi komi saman á sal og syngi saman.  Í dag var í fyrsta sinn söngur á sal á þessu skólaári þar sem nemendur sungu m.a. um stafrófið, vikudagana og mánuðina auk skólasöngsins. Allir nemendur tóku virkan þátt og stóðu sig með prýði.