Dagur íslenskrar náttúru 16. september

Skólastofan var færð út í náttúruna í tilefni dagsins hjá 4. bekk. Krakkarnir mættu á reiðhjólum þar sem að þau notuðu eigið vélarafl (enginn á rafmagni) og hjóluðu 12 km leið um Grafarvoginn. Stoppað var með reglulegu bili til að skoða það sem náttúran og menningin hér hafa upp á að bjóða. Enduðum við svo á að fylla á orkubirgðirnar með ís í sólskininu.