Skip to content

Ólympíuhlaup ÍSÍ 9. september 2022

Ólympíuhlaup ÍSÍ er orðinn árlegur viðburður í skólastarfinu og hluti af verkefnum heilsueflandi skóla. Markmiðið er að hvetja nemendur til að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Við vorum ekki eins heppin með veðrið í dag og undanfarið þegar hlaupið fór fram en engu að síður hlupu eða gengu nemendur 2,5 km, 5 km, 7,5 km eða 10 km. Þrátt fyrir rigninguna voru flestir stoltir með árangurinn og sumir vildu jafnvel hlaupa enn lengra en var í boði. Skemmtileg stemning með tónlist og gleði.

Myndir