Skip to content

Vorhátíð Foldaskóla 7. júní

Vorhátíð var í Foldaskóla 7. júní hjá öllum stigum þar sem áherslan var á félagslega þáttinn.  Á dagskránni var gönguferð upp á Úlfarsfell hjá yngsta stigi, íþróttahátíð  hjá miðstigi og stöðvavinna á unglingastigi. Deginum lauk með pylsuveislu og bauð foreldrafélagið upp á ís og skemmtiatriði frá Sirkus Íslands. Hér má sjá  myndir frá deginum.