Skip to content

GREASE

Þriðjudaginn 31. maí var leiklistarhópur með uppgjör á vetrarstarfinu og sýndi leikritið Grease í skólanum undir leikstjórn Rúnar Kormáksdóttur kennara. Krakkarnir unnu sigur þetta kvöld með leik og söng og stóðu sig frábærlega.

Fjölskyldum leikaranna var boðið á sýninguna og það voru stoltir foreldrar og nemendur sem yfirgáfu skólann að henni lokinni.

Takk fyrir frábæra skemmtun Rún og leiklistarnemendur!