Skip to content

Vor í lofti

Nemendur nýttu góða veðrið til leikja og samveru í morgun. Leikjavinir af miðstigi stóðu sína vakt í frímínútum þar sem þeir virkja yngri nemendur með sér í leiki. Með verkefni leikjavina fá eldri nemendurnir tækifæri til að vera góð fyrirmynd og þeir yngri læra hvernig hægt er að nýta skólalóðina ásamt því að geta gengið inn í stýrðan leik.

Nú þegar sólin er farin að skína er þó gott að muna að það er kalt þegar dregur fyrir sólu og því gott að hafa hlýrri fatnað með í skólann til öryggis.