Skip to content

6. bekkur kannar umhverfið.

Í tilefni afmælisdags grænfánans 25.apríl fóru nemendur í 6.bekk í náttúrukönnunarleiðangur.
Verkefnið var í Bingóformi þar sem nemendur áttu að leysa þrautir tengdar náttúrinni og umhverfisvitund.  T.d. áttu þau að tína óþarfa rusl sem var á vegi þeirra, finna fjölbreyttar fuglategundir, leita eftir fyrsta blómstrandi blóminu og skoða hvaða trjátegundir eru byrjaðar að bruma.
Einnig nýttum við tækifærið með því að leggjast í grasið til að finna innri ró og mynda tengsl við náttúruna með að hlusta á umhverfishljóðin.