1. sæti í Stóru upplestrarkeppninni

Í dag var lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í hverfinu okkar haldin í Grafarvogskirkju. Fulltrúar Foldaskóla að þessu sinni voru þær Lena Guðrún Pétursdóttir og Ragnheiður Ósk Kjartansdóttir í 7.KG. Stelpurnar stóðu sig afar vel en Ragnheiður Ósk gerði sér lítið fyrir og hreppti 1. sætið. Við erum að vonum afar stolt af stelpunum og óskum Ragnheiði Ósk innilega til hamingju með sigurinn. Myndir má sjá hér