Stærðfræðikeppni í Borgarholtsskóla

Stærðfræðikeppni grunnskólanema var haldin í Borgarholtsskóla þriðjudaginn 29. mars síðastliðinn og tóku 17 nemendur úr 8. og 10. bekk Foldaskóla þátt. Verðlaunaafhending fór svo fram síðasta þriðjudag, 5. apríl, en þeir nemendur sem komast í 10 efstu sætin fá viðurkenningar. Þrír nemendur úr Foldaskóla voru í þeim hóp: Ian Arthur Roth og Matthías Máni Þorsteinsson lentu í 4.-6. sæti í 8. bekk og Ella Margrét Borgfjörð Roth Ástudóttir lenti í 4. sæti í 10. bekki. Við erum að sjálfsögðu afar stolt af þeim og öllum sem tóku þátt. Nánar má lesa um keppnina á heimasíðu Borgarholtsskóla https://www.bhs.is/skolinn/frettir/staerdfraedikeppni-grunnskolanema-3