Skip to content

Íþróttahátíð unglingastigs 2022

Íþróttahátíð unglingastigs fór fram síðasta kennsludag fyrir páskaleyfi, föstudaginn 8. apríl. Venju samkvæmt var mikið fjör og litríkir bolir einkennandi fyrir bekkina. Keppt var í hinum ýmsu greinum, allt frá fótbolta og boðhlaupi yfir í förðun og skák. Fór svo að lokum að 10. SRS vann hinn eftirsótta titil Íþróttabekkur Foldaskóla 2022. Í öðru sæti var 9. BJ og í því þriðja 9. BDH. Íþróttamaður og íþróttakona Foldaskóla voru að þessu sinni Grétar Björn Unnsteinsson og Vala Katrín Guðmundsdóttir, bæði í 10. bekk. Nemendur stóðu sig allir með mikilli prýði, þetta var virkilega skemmtilegur dagur og við förum öll með bros á vör inn í páskaleyfið. Myndi frá deginum má sjá hér