Skip to content

Margar hendur vinna létt verk.

3. bekkur skellti sér út í dag í logni og blíðviðri til að gera lóðina okkar fegurri.  Mikið drasl kom undan snjónum þegar snjóinn leysti. Þar sem páskarnir eru á næsta leyti ákváðum við að vinna með málsháttinn margar hendur vinna létt verk og átti hann svo sannarlega vel við þetta verkefni.

Krökkunum ofbauð þetta rusl út um allt, tíndu og sópuðu heilum helling af rusli og minntu svo ökumenn á að menga ekki með „mótmælaspjöldum“ sem þau útbjuggu í leiktíma, vel varið að eyða tímanum í að minna á að þeirra framtíð er undir okkur öllum komið.  Og þarna átti málshátturinn aftur við – þar sem við eigum bara eina jörð og öll höfum við áhrif, sama hversu lítið það er á hverjum degi.

 

Myndir