Skip to content

Stóra upplestrarkeppnin í Foldaskóla

Fimmtudaginn 3. mars fóru fram undanúrslit Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk hér í Foldaskóla en markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Átta nemendur tóku þátt í forkeppninni okkar þetta árið og stóðu sig öll með prýði. Úrslit keppninnar fara fram í Grafarvogskirkju mánudaginn 14. mars en fulltrúar Foldaskóla að þessu sinni verða þær Lena Guðrún Pétursdóttir og Ragnheiður Ósk Kjartansdóttir. Varamenn eru Aðalheiður María Davíðsdóttir og Guðbjörg Sóley Vest Atladóttir.

Í dómnefnd sátu Ragnar Ingi Aðalsteinsson, íslenskukennari og bragfræðingur, Hafdís Ragnarsdóttir grunnskólakennari og Árný Jóna Jóhannesdóttir grunnskólakennari en þau eru öll fyrrum kennarar við Foldaskóla. Ragnar Ingi mun aðstoða stúlkurnar við þjálfun fyrir úrslitin.