Skip to content

Ófærð

Vetur konungur minnti hressilega á sig í morgun með þó nokkru fannfergi samhliða gulri veðurviðvörun. Margir nemendur og starfsmenn lentu í erfiðleikum með að komast á milli staða í ófærðinni en með samtakamætti gekk allt upp. Þessir öflugu drengir stóðu til dæmis vaktina á yngsta stigi og hjálpuðu þeim yngri við að komast inn í skólann ásamt því að óska eftir skóflu til að moka frá inngangi og greiða þannig aðgengi að skólanum.  Þeir voru talsvert betur klæddir í morgunsárið en þegar þeir skruppu út í myndatöku.

Nemendur voru almennt vel klæddir og tilbúnir að takast á við hvað sem er og fögnuðu því að komast aðeins út í frímínútur, margir hefðu þó gjarnan viljað vera meira úti.