Skip to content

Vasaljósaganga yngsta stigs í desember 2021

Yngsta stig Foldaskóla fór saman í bráðskemmtilega vasaljósagöngu í morgunsárið og var ákveðið að fara í skóginn við hliðina á skíðabrekkunni. Þar settust allir niður og sungu jólalög saman. Það var mikil gleði yfir hópnum og ekki minnkaði hún þegar heim til skóla var komið en þar beið okkar heitt kakó og piparkökur í boði skólans. Ljúf byrjun á góðum degi.

Myndir