Ævintýraheimsókn 3. bekkjar í Gerðuberg

Krakkarnir í 3.bekk skelltu sér á Borgabókasafnið í Gerðubergi þann 30.11.
Tilefnið var að kíkja á bráðskemmtilega þraut sem ber nafnið : Þín eigin bókasafnsráðgáta .
En svo er að segja af þessari gátu:
Borgarbókasafnið Gerðubergi hefur fengið nýja ásýnd og umbreyst í heim byggðan úr mörgum þúsunda bóka! Í þessum dularfulla bókaheimi býr Gerðubergur gamli, aðalpersónan í ráðgátunum þremur; Ævintýraráðgátunni, Vísindaráðgátunni og Hrollvekjuráðgátunni. Villtar ævintýrapersónur, verur úr öðrum víddum og skuggalegar vofur hafa tekið yfir.
Vert er að minnast á að þau upplifðu safnið sem sannan ævintýraheim og gátu lengi leitað en þrátt fyrir það fundu þau ekki hann Gerðuberg… en gott væri ef einhver Foldskælingur myndi nú finna þann gamla. Hægt er að fara og upplifa ævintýri með fjölskyldunni en hér á þessum hlekk er allt um þetta dularfulla mál: https://borgarbokasafn.is/thin-eigin-bokasafnsradgata