Frímínútur

Snjókomu næturinnar var vel fagnað í dag og var hver mínúta nýtt í samveru, sköpun og leiki. Frímínútur og önnur útivera eru mikilvægur hluti af skóladeginum þar sem nemendur fá fjölbreytt tækifæri til að þroskast og efla færni á ýmsum sviðum. Nám fer ekki aðeins fram inni í skólastofunni og getur tekið á sig ýmsar myndir, hvort sem er að æfa samskipti og seiglu eða að leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín. Ekki skemmir heldur að fá ferskt loft og hreyfingu sem hressir og kætir. Þessa þætti má alla finna með einum eða öðrum hætti í grunnstefunum sem Menntastefna Reykjavíkurborgar byggir á:
- Sjálfsefling – Sterk sjálfsmynd og trú á eigin getu
- Læsi – Þekking og skilningur á samfélagi og umhverfi
- Sköpun – Skapandi hugur og hönd
- Heilbrigði – Heilbrigði, lífstíll og vellíðan