Skip to content

Áberandi í umferðinni

Það var gaman að sjá gagnsemi endurskinsmerkja á skólalóðinni okkar í morgun. Nemendur eru margir hverjir mjög sýnilegir og meðvitaðir um það öryggi sem endurskinið veitir. Í dag var sendur póstur á foreldra/forráðamenn með upplýsingum um notkun endurskinsmerkja eins og gert hefur verið í nóvember síðustu ár. Við hlökkum til að sjá enn fleiri endurskinsmerki í umferð næstu daga.

Nemendur á myndunum voru langflestir með endurskinsmerki þó að ljós myndavélarinnar hafi ekki náð að lýsa upp þá sem standa fjær.