Skip to content

Víkingar í 5. bekk

Á vorönn hafa nemendur í 5. bekk verið að lesa og læra um víkinga.  Við höfum fræðst meðal annars um siglingar og líf fólks frá þeim tíma þegar verið var að nema land á Íslandi.  Það var því tilvalið að skoða Landnámssýninguna sem er í miðbæ Reykjavíkur. Þar fengum við innsýn inn í þessa veröld, flutninginn yfir hafið sem var hvorki auðveldur né áhættulaus.  Í heimsókninni var sérstaklega fjallað um undirbúning og framkvæmd Íslandsfararinnar.
Myndirnar tala sínu máli.