Skip to content

7. bekkur gengur Búrfellsgjá

Nemendur í 7. bekk fóru í skemmtilega gönguferð í Búrfellsgjá og upp á Búrfell. Sumir voru ákafari en aðrir og gengu allan hringinn eftir gígbörmunum og enduðu svo ofan í gignum á meðan aðrir nutu þess að fá lengri nestispásu og gæddu sér á ljúffengu sparinesti. Á bakaleiðinni var afmælisdrengur í hópnum gladdur með afmælissöng sem sunginn var undir fallegum klettavegg og að endingu voru merkar fornar fjárréttir skoðaðar. Virkilega velheppnaður vordagur.

HÉR eru myndir úr ferðinni.