Skip to content

Árshátíð og íþróttahátíð unglingastigs

Það var mikil gleði á unglingastiginu þessa viku, meiri en venjulega.

Nemendur mættu prúðbúnir á langþráða árshátíð miðvikudagskvöldið 2. júní, gæddu sér á gómsætum mat, horfðu á skemmtiatriði í boði kennara og samnemenda og svo var dansað. Frikki Dór sló svo botninn í vel heppnað kvöld með mikilli stemningu. Það voru sáttir og sælir nemendur sem héldu út í vorkvöldið að skemmtun lokinni.

Í dag var svo íþróttahátíð þar sem bekkirnir kepptu sín á milli í hinum ýmsu greinum. Það var mikið fjör, keppnisskap, litadýrð og gleði. Fóru leikar þannig að 10. BÞ var í fyrsta sæti, 9. SRS í öðru sæti og 10. SVJ í þriðja sæti. Einnig var tilkynnt hvaða nemendur hlutu titlana íþróttamaður og íþróttakona Foldaskóla en þetta árið voru það Jökull Hjaltason og Júlía Sylvía Gunnarsdóttir sem voru valin. Þá var tilefnið nýtt til að taka á veglegri gjöf frá foreldrafélaginu en það voru ýmis æfingatæki og tól sem munu án efa koma sér vel fyrir nemendur. Í heildina skemmtilegur og vel heppnaður dagur.

Það var mikil gleði á unglingastiginu þessa viku, meiri en venjulega.

Nemendur mættu prúðbúnir á langþráða árshátíð miðvikudagskvöldið 2. júní, gæddu sér á gómsætum mat, horfðu á skemmtiatriði í boði kennara og samnemenda og svo var dansað. Frikki Dór sló svo botninn í vel heppnað kvöld með mikilli stemningu. Það voru sáttir og sælir nemendur sem héldu út í vorkvöldið að skemmtun lokinni.

Í dag var svo íþróttahátíð þar sem bekkirnir kepptu sín á milli í hinum ýmsu greinum. Það var mikið fjör, keppnisskap, litadýrð og gleði. Fóru leikar þannig að 10. BÞ var í fyrsta sæti, 9. SRS í öðru sæti og 10. SVJ í þriðja sæti. Einnig var tilkynnt hvaða nemendur hlutu titlana íþróttamaður og íþróttakona Foldaskóla en þetta árið voru það Jökull Hjaltason og Júlía Sylvía Gunnarsdóttir sem voru valin. Þá var tilefnið nýtt til að taka á veglegri gjöf frá foreldrafélaginu en það voru ýmis æfingatæki og tól sem munu án efa koma sér vel fyrir nemendur. Í heildina skemmtilegur og vel heppnaður dagur.

Myndir frá íþróttahátíðinni eru væntanlegar