Íþróttahátíð miðstigs

Í dag ( 3. júní ) var íþróttahátíð 4.-7. bekkjar haldin og kepptu nemendur í fjölbreyttum íþróttagreinum, s.s. upphífingum, brennibolta, kaðlaklifri, fótbolta og sundi. Líf og fjör einkenndi hátíðina og hreppti 7. HR 1. sætið. 7. RK varð í öðru sæti og 6. KG og 5. RB í 3.-4. sæti. Skemmtilegar myndir frá skemmtilegum degi.