Skip to content

Lestrarátak á yngsta stigi

Dagana 6.-14. maí  var lestrarátak hjá yngsta stigi hér í Foldaskóla. Nemendur stóðu sig með prýði og gaman að sjá hvað þeir lögðu sig fram við lesturinn.  Í lok átaks var leigð poppvél og allir nemendur fengu popp.  Átakið lagðist vel í nemendur og starfsfólk og áttum við yndislegan dag þar sem verðlaunin voru étin upp til agna.   Flott hjá ykkur krakkar !