Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk

Í dag fór fram Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk. Keppnishugtakið í þessu verkefni felur einungis í sér að verða betri í lestri og framkomu en í gær en það er mikilvægt að geta bæði keppt að betri árangri og sett sér markmið án samkeppni við aðra en sjálfan sig. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og lásu upp ljóð og texta okkur hinum til mikillar ánægju.