Skip to content

Lestrarátak á yngsta stigi – Poppum upp lesturinn

Það er samstarfsverkefni heimils og skóla að gera nemendur læsa og tryggja að lestrarnám þeirra verði farsælt. Það er best gert með öflugu samstarfi heimilis og skóla. Gott læsi er háð fjöldamörgum þáttum, það myndast á löngum tíma og það þarf að fá að vaxa og dafna í takt við auknar kröfur í námi og leik. Lestrarfærni nemenda þarf því ekki aðeins að styrkjast á skólatíma heldur er mikilvægt að lestri sé markvisst sinnt með hvatningu bæði frá skóla og heimili.
Dagana 6. – 14. maí ætlum við í Foldaskóla að vera með lestrarátak í 1.-4. bekk með dyggri aðstoð og hvatningu forráðamanna. Við köllum það Popplestur og verður það með þeim hætti að nemendur skrá mínúturnar sem þeir lesa upphátt heima á hverjum degi á ,,poppið“ sem þeir hafa fengið með sér heim. Poppið geyma krakkanir í lestrarbókinni sinni og afhenda það umsjónarkennara föstudaginn 14. maí.  Þann dag verður poppvél á gangi yngsta stigs og verður haldið upp á afrakstur átaksins með því að poppa með krökkunum.